Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 435  —  290. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur
um útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu miklu fé hefur verið varið til kaupa á sérfræði- ráðgjafar- og kynningarstörfum fyrir ráðuneytið frá upphafi árs 2014? Hverjir hafa fengið greiðslur af þessum ástæðum og fyrir hvaða verkefni?

    Ráðuneytið hefur frá ársbyrjun 2014 varið 12.368.662 kr. án vsk. til kaupa á sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörfum, sbr. meðfylgjandi yfirlit yfir þjónustuaðila og verkefni sem unnin voru.

Þjónustuaðili og verkefni Kr. án vsk.
Aðalheiður Jóhannsdóttir 90.726
    Ráðgjöf vegna breytingar á lögum um náttúruvernd. 90.726
Attentus – Mannauður og ráðgjöf ehf. 4.800.053
    Ráðgjöf í mannauðsmálum. 4.800.053
Efla hf. 158.091
    Ráðgjafarvinna vegna gæðakerfis. 158.091
Guðný Björnsdóttir 420.400
    Lögfræðivinna vegna reglugerðar um starfsábyrgðartryggingar hönnuða og byggingarstjóra. 100.400
    Lögfræðivinna vegna réttarstöðu þeirra sem verða fyrir tjóni vegna myglusvepps. 320.000
Íslenskar orkurannsóknir 483.492
    Fagleg leiðsögn varðandi vinnslu jarðvarma á Reykjanesi. 55.580
    Vinna við jarðfræðiþema INSPIRE. 427.912
KPMG ehf. 501.050
    Útreikningur á meðalverði losunarheimilda. 501.050
Landslag ehf. 192.500
    Vinna í ráðgjafarnefnd um landskipulagsstefnu. 192.500
Landsnot ehf. 23.000
    Vinna við landskiptakort. 23.000
Listasafn Íslands 14.850
    Vinna vegna listaverka. 14.850
Nýjar víddir ehf. 30.000
    Vinna vegna umhverfisviðurkenningar. 30.000
Sigurður Norðdal 1.311.000
    Ráðgjafarstörf vegna samþættingu verkefna og stofnana. 1.311.000
Strategía ehf. 4.310.500
    Ráðgjafarvinna vegna athugunar á sameiningu skógræktarstarfs. 2.338.000
    Ráðgjafarvinna vegna frumathugunar á samlegð stofnana á sviði rannsókna og vöktunar. 1.972.500
Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. 33.000
    Yfirlestur verkefnislýsingar fyrir norrænt verkefni. 33.000
Heildarsumma 12.368.662