Ferill 199. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 466  —  199. mál.
Flutningsmenn.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Haf- og vatnarannsóknir.

Frá Kristjáni L. Möller, Lárusi Ástmari Hannessyni, Jóni Gunnarssyni, Haraldi Benediktssyni, Ásmundi Friðrikssyni, Heiðu Kristínu Helgadóttur, Páli Jóhanni Pálssyni, Þorsteini Sæmundssyni og Þórunni Egilsdóttur.


     1.      Í stað orðanna „Haf- og vatnarannsóknir“ í 1. gr. komi: Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna.
     2.      Í stað orðanna „Haf- og vatnarannsókna“ í 1. mgr. 3. gr. komi: Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna.
     3.      Í stað orðanna „Haf- og vatnarannsókna“ í inngangsmálslið 1. mgr. 5. gr. komi: Hafrannsóknastofnunar.
     4.      Í stað orðanna „Haf- og vatnarannsóknir skulu“ í 6. gr. komi: Hafrannsóknastofnun skal.
     5.      Við 7. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Haf- og vatnarannsókna“ í 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. komi: Hafrannsóknastofnunar.
                  b.      Í stað orðanna „Haf- og vatnarannsóknir afla“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: Hafrannsóknastofnun aflar.
                  c.      Í stað orðanna „Haf- og vatnarannsóknir setja“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: Hafrannsóknastofnun setur.
     6.      Í stað orðanna „Haf- og vatnarannsóknum“ í 8. gr. komi: Hafrannsóknastofnun.
     7.      Í stað orðanna „Haf- og vatnarannsókna“ í 9. gr. komi: Hafrannsóknastofnunar.
     8.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Haf- og vatnarannsóknir“ í 2. málsl. komi: Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna.
                  b.      Orðin „Haf- og vatnarannsóknir“ í 5. málsl. falli brott.
     9.      Við ákvæði til bráðabirgða.
                  a.      Orðin „Haf- og vatnarannsóknum“ í 2. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „Haf- og vatnarannsókna“ í 4. mgr. komi: Hafrannsóknastofnunar.
     10.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna.