Ferill 148. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 482  —  148. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um opinber fjármál.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (VigH, GÞÞ, OH, ÁsmD, BP, FHB, HarB, ValG).


     1.      Við 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einnig skal setja markmið um nafnverðsaukningu heildarútgjalda og markmið um hlutfall heildarskulda, að meðtöldum lífeyrisskuldbindingum, af vergri landsframleiðslu.
     2.      Í stað orðanna „og umhverfisþátta“ í 9. gr. komi: umhverfis- og byggðaþátta.
     3.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðanna „tvö ár“ í lokamálslið 1. mgr. komi: þrjú ár.
                  b.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Endurskoðuð fjármálastefna skal ná til a.m.k. fimm ára.
     4.      Við 13. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „skulu“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: hafa lokið háskólanámi.
                  b.      Í stað orðanna „fjórum vikum“ í 4. mgr. komi: tveimur vikum.
                  c.      Á eftir 4. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Stjórnvöld skulu leggja ráðinu til þær upplýsingar og gögn sem nauðsynleg eru og ráðið óskar eftir og tryggja því að öðru leyti viðunandi starfsskilyrði.
     5.      Við 14. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Innan fjögurra vikna frá framlagningu frumvarps til fjárlaga skal Byggðastofnun gefa fjárlaganefnd Alþingis umsögn um áhrif frumvarpsins á byggðaþróun í landinu.     
     6.      Við 16. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Talnagrunnur fjárlaga og frumvarps til þeirra skal vera aðgengilegur á tölvutæku sniði og á opnum miðli og þau gögn skulu vera aðgengileg öllum til eftirvinnslu á tölvutækan máta.
     7.      Við 19. gr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Forsendur fjárveitinga sem byggjast á reiknilíkönum eða sérstökum reiknireglum og fyrirhugaðar breytingar á líkönunum eða reglunum.
     8.      Í stað orðanna „og nýtingu fjármuna“ í 3. málsl. 1. mgr. 20. gr. komi: nýtingu fjármuna og áherslum við innkaup.
     9.      Við 3. mgr. 29. gr. bætist: áður en þær taka gildi.
     10.      Við 3. mgr. 30. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra setur reglur, að höfðu samráði við fjárlaganefnd Alþingis, um uppgjör fjárheimilda samkvæmt þessari málsgrein og hvernig með skuli farið við gerð útgjaldaáætlana.
     11.      Í stað hlutfallstölunnar „25%“ í 3. mgr. 40. gr. komi: 15%.
     12.      Í stað orðanna „og sett fram samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum“ í 1. málsl. 1. mgr. 52. gr. komi: á grundvelli alþjóðlegra reikningsskilastaðla.
     13.      Í stað orðanna „og sett fram í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla“ í 1. tölul. 2. mgr. 56. gr. komi: á grundvelli alþjóðlegra reikningsskilastaðla.