Ferill 343. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 499  —  343. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Elsu Láru Arnardóttur
um verðtryggðar eignir banka.


    Svörin byggjast á upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Forsendur svaranna eru:
     a.      Gert er ráð fyrir að hér sé spurt um Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann, hlutfall verðtryggðra lána þeirra til heimila annars vegar með veði í fasteignum og hins vegar án veðs í fasteignum.
     b.      Verðtryggðar eignir þessara þriggja banka eru þær eignir sem eru sérstaklega aðgreinanlegar sem verðtryggðar í efnahagi bankanna á móðurfélagsgrunni. Aðrar eignir í efnahag bankanna eru ekki sérstaklega sundurliðaðar í verðtryggðar eða óverðtryggðar eignir og koma því ekki fram í heildareignum þeirra.

     1.      Hversu hátt hlutfall af verðtryggðum eignum bankanna þriggja eru verðtryggð húsnæðislán?
    Hlutfallið 30. september sl. var 57,3%.

     2.      Hversu hátt hlutfall af verðtryggðum eignum sömu banka eru önnur verðtryggð lán til heimila landsins?
    Hlutfallið 30. september sl. var 6,4%.