Ferill 380. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 514  —  380. mál.
Fyrirspurntil heilbrigðisráðherra um þjónustu við þá sem þarfnast
langtímameðferðar í öndunarvél um barkarennu.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Er nú mögulegt að bjóða sjúklingum sem þurfa langtímameðferð í öndunarvél um barkarennu sólarhringsmeðferð á heimili þeirra?
     2.      Er nú mögulegt að fá aðstoð sérhæfðs starfsfólks við daglegt líf á heimili sjúklinga eftir þörfum?
     3.      Er séð til þess að sjúklingum sem þurfa aðstoð við tjáningu standi til boða samskiptatæki og þjálfun í notkun þeirra án þess að þurfa að bíða eftir tækjum eða þjálfun?
     4.      Er starfandi heimili til hvíldarinnlagnar sem hefur á að skipa sérhæfðu starfsfólki fyrir umrædda sjúklinga?