Ferill 389. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 526  —  389. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um skatteftirlit og skattrannsóknir.

Frá Helga Hjörvar.


     1.      Telur ráðherra að aukin framlög til skatteftirlits og skattrannsókna muni skila sér í betri skattheimtu?
     2.      Eru til rannsóknir, erlendar eða innlendar, sem svara því hvort, og þá hversu miklu, hver króna sem varið er í skatteftirlit og skattrannsóknir skilar í skattheimtu?
     3.      Hvað telur ráðherra að hægt sé að innheimta mikið af þeim u.þ.b. 80 milljörðum kr., sem talið er að stungið sé undan skatti hérlendis á ári, með hertu skatteftirliti og eflingu skattrannsókna?
     4.      Til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til þess að draga úr skattsvikum hérlendis?