Ferill 392. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 538  —  392. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um meðferð lögreglu á skotvopnum.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.

     1.      Hverjar þurfa aðstæður að vera til að uppfyllt séu skilyrði um að lögreglu sé heimilt að grípa til skotvopna sem ákveðið hefur verið að verði tiltæk í lögreglubifreiðum?
     2.      Hver metur aðstæður og heimilar eða hafnar notkun skotvopna eftir atvikum og hvernig eru samskipta- og verklagsreglur um þetta?
     3.      Hversu mörg tilfelli hafa komið upp í störfum lögreglu undanfarin tíu ár sem uppfylla skilyrði um beitingu skotvopna og hvernig lýsa þau sér?
     4.      Hvernig verður háttað eftirliti með skotvopnanotkun lögreglu og þeim atvikum sem verða á vettvangi þar sem skotvopnum er beitt?