Ferill 408. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 570  —  408. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um ákvæði um greiðslu sérstakrar framfærsluuppbótar í samræmi við búsetu hér á landi.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


    Telur ráðherra koma til greina að fella niður eða endurskoða 3. mgr. 15. gr. reglugerðar um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri, nr. 1052/2009, sem kveður á um að sérstök uppbót til framfærslu greiðist í samræmi við búsetu hér á landi, sbr. 1. mgr. 17. gr. og 4. mgr. 18. gr. laga um almannatryggingar, með tilliti til þess að tilgangurinn með lögum um félagslega aðstoð er að tryggja öllum ákveðna skilgreinda lágmarksframfærslu?