Ferill 413. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 582  —  413. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um húðflúrun.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


1.      Hvaða lög gilda um starfsemi húðflúrstofa og eftirlit með þeim?
2.      Eru einhver skilyrði fyrir notkun á búnaði sem er notaður við húðflúrun?
3.      Hversu margar húðflúrstofur eru með starfsleyfi?
4.      Er haldin skrá yfir tilvik í heilbrigðiskerfinu sem rekja má til húðflúrunar?
5.      Hefur ráðherra kynnt sér löggjöf annarra Norðurlanda um húðflúrun?
6.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir setningu reglna um starfsemi húðflúrstofa?
7.      Hefur ráðherra í hyggju að leggja til að starfsheiti húðflúrara verði löggilt?


Skriflegt svar óskast.