Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 590  —  1. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (VigH, GÞÞ, ÁsmD, HarB, PJP, ValG).


    1.     Við 6. gr. Nýr liður:
        2.15    Að selja húsnæði Þjóðskjalasafns Íslands við Laugaveg 162 í Reykjavík og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði.
        2.16    Að selja Tollhúsið við Tryggvagötu 19 í Reykjavík og kaupa eða leigja hentugra húsnæði fyrir starfsemi ríkisins sem nú er í húsinu.
    2.     Við 6. gr. Nýir liðir:
        4.17    Að heimila Jarðasjóði að selja jarðir sem ekki eru nýttar til ábúðar í því skyni að koma þeim í ábúð eða nýta þær á annan hátt.
        4.18    Að ganga til samninga við sveitarfélagið Skagafjörð um sölu á Málmey.
    3.     Við 6. gr. Nýir liðir:
        3.11    Að selja eignarhlut ríkisins í Brautarholti 6, Reykjavík.
        3.12    Að selja Ísafjarðarbæ hluta af eignarhluta ríkisins í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
        3.13    Að selja eignarhlut ríkisins í Höfðastíg 17, Bolungarvík.
        3.14    Að selja eignarhlut ríkisins í Miðtúni 10, Seyðisfirði.
        3.15    Að selja eignarhlut ríkisins í Miðási 1, Egilsstöðum.
    4.     Við 6. gr. Nýir liðir:
        6.21    Að kaupa íbúðarhúsið Brekkugerði í Gunnarsholti fyrir starfsemi Landgræðslu ríkisins.
        6.22    Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir Fiskistofu á Akureyri.
        6.23    Að leigja út húsnæði ríkisins á Hvanneyri sem Landbúnaðarháskóli Íslands nýtir ekki.
        6.24    Að kaupa eða leigja hentugt húsnæði fyrir verknámsdeild Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
        6.25    Að kaupa eða leigja hentugt húsnæði fyrir sjúkrabíla Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi.
    5.     Við 6. gr. Nýir liðir:
        7.10    Að ganga til samninga við fyrrum gefendur lóðar og fasteigna Krýsuvíkurkirkju og vinafélags Krýsuvíkurkirkju um ráðstöfun lands og fasteigna endurbyggðrar kirkju.
        7.11    Að greiða kostnað vegna nauðsynlegra breytinga á húsnæði þegar stofnanir á vegum ríkisins eru í hagræðingarskyni færðar milli fasteigna í eigu ríkisins og/eða fasteigna sem ríkið hefur tekið á langtímaleigu.
        7.12    Að færa eignarhluti í fjármálafyrirtækjum, sem afhentir kunna að verða sem hluti af stöðugleikaframlagi, til Bankasýslu ríkisins á grundvelli laga um Bankasýslu ríkisins.