Ferill 224. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 593  —  224. mál.

3. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um happdrætti og talnagetraunir (framlenging starfsleyfis).

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


    Málinu var vísað til nefndar eftir 2. umræðu.
    Á fund nefndarinnar komu Árni Múli Jónasson og Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Þroskahjálp. Fram kom í máli þeirra að lög um happdrætti og talnagetraunir fela í sér ólögmæta og alvarlega mismunun hvað varðar möguleika þeirra til tekjuöflunar.
    Nefndin áréttar að við vinnslu málsins í nefndinni kom fram að fyrirhugað er að skoða breytingar á umhverfi happdrættismála hér á landi. Í ljós þeirra athugasemda sem nefndinni hafa borist telur hún mikilvægt að við undirbúning breytinganna verði haft víðtækt samráð við þá sem málið varðar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Vilhjálmur Árnason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. desember 2015.

Unnur Brá Konráðsdóttir,
form., frsm.
Willum Þór Þórsson. Páll Jóhann Pálsson.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Svandís Svavarsdóttir.