Ferill 415. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 596  —  415. mál.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um aðgerðir í loftslagsmálum.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hvernig verður sóknaráætlun í loftslagsmálum fylgt eftir?
     2.      Hvernig er áformað að sóknaráætlun í loftslagsmálum og gildandi aðgerðaáætlun í loftslagsmálum spili saman?
     3.      Hvernig er háttað samstarfi við sveitarfélögin og Samband sveitarfélaga í loftslagsmálum?
     4.      Hvernig er háttað samstarfi í loftslagsmálum við:
                  a.      landbúnaðinn,
                  b.      sjávarútveginn,
                  c.      ferðaþjónustuna,
                  d.      nýsköpunarfyrirtæki,
                  e.      aðra aðila?
     5.      Hvert er hlutverk hverrar og einnar stofnunar sem heyrir undir ráðuneytið í loftslagsmálum?
     6.      Hvernig er háttað skipulegu samstarfi stofnana sem heyra undir ráðuneytið hvað loftslagsmál varðar?
     7.      Hvernig er háttað samstarfi ráðuneytisins um loftslagsmál við samgönguyfirvöld, annars vegar innanríkisráðuneyti og hins vegar Samgöngustofu?
     8.      Hvernig verður háttað vinnu við að útfæra losunarmarkmið Íslands gagnvart sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins?


Skriflegt svar óskast.