Ferill 416. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 597  —  416. mál.
Fyrirspurntil fjármála- og efnahagsráðherra um kostnað við afturvirka hækkun lífeyris almannatrygginga og launahækkun ríkisstarfsmanna.

Frá Helga Hjörvar.


     1.      Hver væri áætlaður kostnaður ríkissjóðs á yfirstandandi ári við að hækka lífeyri almannatrygginga um 10,9% afturvirkt frá 1. maí 2015?
     2.      Hver er áætlaður kostnaður ríkissjóðs á yfirstandandi ári vegna launahækkana ríkisstarfsmanna á árinu, þ.m.t. vegna hækkana samkvæmt úrskurði kjararáðs frá 17. nóvember sl.?


Skriflegt svar óskast.