Ferill 422. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 620  —  422. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um umsóknir Albana um hæli og dvalarleyfi.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


     1.      Hversu margir Albanir hafa sótt um hæli hér á landi sl. þrjú ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum og niðurstöðum mála, hjá Útlendingastofnun og æðra stjórnvaldi, þ.e. hvort umsókn um hæli var synjað eða samþykkt.
     2.      Hversu margir Albanir hafa sótt um hæli annars staðar á Norðurlöndunum sl. þrjú ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir móttökuríkjum, árum og niðurstöðum mála, þ.e. hvort umsókn um hæli var synjað eða samþykkt.
     3.      Hversu margir Albanir hafa sótt um dvalarleyfi hér sl. þrjú ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum, tegund dvalarleyfis og niðurstöðum mála, hjá Útlendingastofnun og æðra stjórnvaldi, þ.e. hvort umsókn um dvalarleyfi var synjað eða samþykkt.
     4.      Hvaða gögn, upplýsingar og sjónarmið liggja almennt til grundvallar ákvörðunum Útlendingastofnunar eða úrskurðum æðra stjórnvalds við synjun á umsóknum Albana um hæli hér á landi?
     5.      Til hvaða gagna, upplýsinga eða sjónarmiða er litið við rannsókn stjórnvalda á hvort umsækjandi um hæli frá Albaníu eigi möguleika á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu í heimalandi sínu? Óskað er eftir upplýsingum um hvort litið sé til vottorða og mats lækna við slíka rannsókn.


Skriflegt svar óskast.