Ferill 428. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 633  —  428. mál.
Fyrirspurntil mennta- og menningarmálaráðherra um aðgerðir
gegn einelti í grunnskólum.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


     1.      Í hvaða lögum eða reglum eru ákvæði um viðbrögð við einelti í grunnskólum og um málsmeðferð til að taka á einelti? Er til heildstæð reglugerð um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum og hver er ábyrgð grunnskóla í eineltismálum?
     2.      Hafa allir grunnskólar innleitt aðgerðaáætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun eins og lagt var upp með árið 2010 þegar unnið var að heildstæðri reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins?
     3.      Hefur verið komið á fót fagráði í eineltismálum sem foreldrar og skólar geta leitað til líkt og lagt var upp með í skýrslu um einelti í skólum og á vinnustöðum 2010?
     4.      Er unnið í tilteknum verkefnum sem varða aðgerðir gegn einelti í skólum og eru einhver þeirra fjármögnuð af ríkissjóði?
     5.      Hversu mikið fjármagn hefur verið veitt úr ríkissjóði til styrktar verkefnum gegn einelti undanfarin átta ár?
     6.      Hefur ráðherra kannað hvort setja ætti lög svipuð sænskum lögum um sönnunarbyrði í eineltismálum í skólum þannig að skólar þurfi að sýna fram á að þeir hafi brugðist við einelti á fullnægjandi hátt til að firra sig ábyrgð og skaðabótaskyldu?


Skriflegt svar óskast.