Ferill 448. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 666  —  448. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um eignarhald á
Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fríhafnarverslun.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Eru áform uppi í ráðuneytinu um að endurskoða aðkomu ríkisins að eignarhaldi á Flugstöð Leifs Eiríkssonar nú þegar mikil þörf hefur skapast fyrir fjárfestingar og uppbyggingu? Ef svo er, hvenær má vænta aðgerða í þá veru að draga úr fjárhagslegri ábyrgð ríkissjóðs á fyrirhugaðri uppbyggingu?
     2.      Hyggst ríkissjóður halda áfram að reka fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar?


Skriflegt svar óskast.