Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 680  —  2. mál.
Leiðréttur texti.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016.

Frá efnahags og viðskiptanefnd.


     1.      Við 1. gr.
                  a.      B-liður orðist svo: 2. tölul. 1. mgr. fellur brott.
                  b.      Á eftir c-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: 4. tölul. 1. mgr. orðast svo: Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 8.400.000 kr. skal það sem umfram er skattlagt með 22,5% skatthlutfalli allt að helmingi þeirrar fjárhæðar sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 8.400.000 kr., þó reiknast 22,5% skatthlutfall aldrei af hærri fjárhæð en 4.200.000 kr. við þessar aðstæður.
     2.      Á eftir 6. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 18. gr. laganna:
                  a.      Í stað „7.800.000 kr.“ í 2. málsl. kemur 8.400.000 kr.
                  b.      Í stað „100.000 kr.“ í 4. málsl. kemur 300.000 kr.
     3.      Í stað 8. gr. komi fjórar nýjar greinar, 9.–12. gr., svohljóðandi:
                  a.      (9. gr.)
                      Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. a laganna:
                      a.      Í stað „2,12%“ í 1. málsl. a-liðar kemur: 2,355%.
                      b.      Á eftir 1. málsl. a-liðar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þar af skal fjárhæð er nemur 0,235% af innheimtum skatttekjum renna til málefna fatlaðs fólks.
                      c.      Í stað „0,95%“ í 2. tölul. c-liðar kemur: 0,99%.
                  b.      (10. gr.)
                      Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
                      a.      Í stað „1,7%“ í a-lið kemur: 1,59%.
                      b.      Í stað „2%“ í b-lið kemur: 1,76%.
                  c.      (11. gr.)
                      Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
                      a.      Í stað „30%“ í d-lið kemur: 27%.
                      b.      Í stað „11,5%“ í 1. málsl. e-liðar kemur: 10,35%.
                  d.      (12. gr.)
                      Í stað „14,48%“ í 1. mgr. 23. gr. laganna kemur: 14,52%.
     4.      54. gr. (sem verði 58. gr.) orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
                      Ákvæði a–d-liðar 1. gr. og 6.–7. gr. öðlast gildi 1. janúar 2017 og koma til framkvæmda við álagningu 2018 og staðgreiðslu opinberra gjalda 2017.
                      Ákvæði e-liðar 1. gr. og 3. gr. öðlast gildi 1. janúar 2016 og koma til framkvæmda við álagningu 2017.
                      Ákvæði a- og b-liðar 2. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2016.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.                      Ákvæði c-liðar 2. gr., 4.–5., 8., 23., 30., 36., 44., 48.–51., 53.–54. og 56.–57. gr. öðlast þegar gildi.
                      Ákvæði 9.–13., 15.–21., 24.–29., 31.–35., 37.–38., 45.–46., 52. og 55. gr. öðlast gildi 1. janúar 2016.
                      Ákvæði 14. gr. öðlast gildi 1. janúar 2017.
                      Ákvæði 22. og 39.–43. gr. öðlast gildi 1. janúar 2016 og frá þeim tíma tekur yfirskattanefnd við öllum óloknum ágreiningsmálum um stimpilgjald og endurgreiðslur virðisaukaskatts sem til meðferðar eru hjá ráðherra.
                      Ákvæði 47. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2016 vegna tekna ársins 2015.