Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 682  —  1. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (VigH, GÞÞ, ÁsmD, HarB, PJP, ValG).


Breyting
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
1. Við 02-971 Ríkisútvarpið
a.
1.10 Ríkisútvarpið
175,0
b.
Greitt úr ríkissjóði
175,0
2. Við 06-841 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
a.
1.10 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, lögbundin framlög
1.096,0
b.
Greitt úr ríkissjóði
1.096,0
3. Við 08-373 Landspítali
a.
5.60 Viðhald
250,0
b.
Greitt úr ríkissjóði
250,0
4. Við 08-401 Öldrunarstofnanir, almennt
a.
1.01 Hjúkrunarheimili, almennt
1.000,0
b.
Greitt úr ríkissjóði
1.000,0
5. Við 09-721 Fjármagnstekjuskattur
a.
1.11 Fjármagnstekjuskattur
1.500,0
b.
Greitt úr ríkissjóði
800,0
c.
Viðskiptahreyfingar
700,0

Greinargerð.

    Gerð er tillaga um tímabundið 175 millj. kr. framlag til Ríkisútvarpsins til eflingar framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni og innlendri dagskrárgerð sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda.
    Gerð er tillaga um 1.096 millj. kr. hækkun á fjárheimild Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga en breytingin er tvíþætt, annars vegar 1.445 hækkun vegna samkomulags um fjármögnun lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk, hins vegar 349 millj. kr. lækkun í samræmi við endurmat á tekjuáætlun ríkissjóðs.
    Lögð er til 250 millj. kr. hækkun á framlagi til viðhalds á húsnæði Landspítalans.
    Gerð er tillaga um 1.000 millj. kr. tímabundið framlag til að fjölga úrræðum fyrir sjúklinga, sérstaklega þá sem þurfa ekki nauðsynlega að dvelja á bráðalegudeildum Landspítalans.
    Að auki er lögð til breyting vegna fjármagnstekjuskatts sem gjaldfærist hjá ríkissjóði vegna vaxtatekna en samsvarandi breyting er á tekjuhliðinni.
    Nánari skýringar eru í nefndaráliti.