Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 684  —  1. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (VigH, GÞÞ, ÁsmD, HarB, PJP, ValG).


    Við 1. gr.
    a.     Á eftir liðnum „Sala eigna“ komi nýr liður „Fjármagnstilfærslur“, með tveimur undirfyrirsögnum, svohljóðandi:
        Stöðugleikaframlög á móti minni tekjum af bankaskatti.
        Stöðugleikaframlög, önnur.
    b.     Í stað liðarins „Frumjöfnuður“ komi tveir nýir liðir með svohljóðandi fyrirsögnum:
        Frumjöfnuður án tekna af stöðugleikaframlögum.
        Frumjöfnuður með tekjum af stöðugleikaframlögum.
    c.     Í stað liðarins „Vaxtajöfnuður“ komi tveir nýir liðir með svohljóðandi fyrirsögnum:
        Vaxtajöfnuður án tekna af stöðugleikaframlögum.
        Vaxtajöfnuður með tekjum af stöðugleikaframlögum.
    d.     Í stað liðarins „Heildartekjujöfnuður“ komi tveir nýir liðir með svohljóðandi fyrirsögnum:
        Heildartekjujöfnuður án tekna af stöðugleikaframlögum.
        Heildartekjujöfnuður með tekjum af stöðugleikaframlögum.

Greinargerð.

    Lagðar eru til breytingar á framsetningu greinarinnar til að aðgreina áhrif stöðugleikaframlaga frá hefðbundnum ríkisrekstri.