Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 692  —  1. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016.

Frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur.


Breyting
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
1. Við 01-190 Ýmis verkefni
a. 1.17 Úrskurðarnefnd upplýsingalaga
5,0
b. Greitt úr ríkissjóði
5,0

Greinargerð.

    Gerð er tillaga um 5 millj. kr. framlag til að fjármagna hálft stöðugildi hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem afgreiðslutími nefndarinnar hefur lengst mjög mikið. Ástæðan er að gildissvið nýrra laga um upplýsingamál hefur víkkað og kærum til nefndarinnar fjölgað jafnframt því sem einstök mál sem vísað er til nefndarinnar verða sífellt flóknari.