Ferill 398. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 694  —  398. mál.

2. umræða.


Nefndarálit með breytingartillögu


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra,
lögum um almannatryggingar og lögum um sjúkratryggingar
(samningar sjúkratryggingastofnunar við stofnanir fyrir aldraða).

Frá meiri hluta velferðarnefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ágúst Þór Sigurðsson, Klöru Baldursdóttur Briem og Steinunni M. Lárusdóttur frá velferðarráðuneyti, Guðjón Bragason og Gunnlaug Júlíusson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Gísla Pál Pálsson frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Helgu Garðarsdóttur og Steingrím Ara Arason frá Sjúkra­tryggingum Íslands og Hallveigu Thordarson og Rögnu Haraldsdóttur frá Tryggingastofnun ríkisins.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, sem miða að því að auka heimildir sjúkratryggingastofnunarinnar til samningsgerðar um þjónustu í rýmum fyrir aldraða og einfalda um leið stjórnsýslu í samskiptum við stofnanir fyrir aldraða.
    Meiri hluti nefndarinnar telur að ekki eigi að gilda almennar reglur um innheimtu krafna um endurheimt ofgreidds dvalarframlags, sbr. 2. málsl. 8. mgr. 26. gr. laga um málefni aldraðra, og leggur því til að c-liður 7. gr. frumvarpsins falli brott.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    C-liður 7. gr. falli brott.

    Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Unnur Brá Konráðsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álit þetta skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Alþingi, 19. desember 2015.

Elsa Lára Arnardóttir, varaform. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, frsm. Sigríður Á. Andersen.
Silja Dögg Gunnarsdóttir.
Unnur Brá Konráðsdóttir.