Ferill 344. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 722  —  344. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni
um námsráðgjöf fyrir fanga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig er því fé varið sem Fjölbrautaskóli Suðurlands fær úthlutað í fjárlögum til að sinna námsráðgjöf í fangelsum? Hvernig sundurliðast það eftir fangelsum og hvert er starfshlutfall námsráðgjafa á hverjum stað?

    Fjármagni sem Fjölbrautaskóla Suðurlands er úthlutað á fjárlögum til að sinna námsráðgjöf er notað til þess að fjármagna eina stöðu náms- og starfsráðgjafa sem hefur yfirumsjón með náms- og starfsráðgjöf í öllum fangelsum landsins.
    Náms- og starfsráðgjafinn er í 75% starfi hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands til þess að sinna fangelsunum að Litla-Hrauni og Sogni. Einnig er ráðgjafinn í 15% starfi hjá Fjölbrautaskóla Snæfellinga til þess að sinna Kvíabryggju og í 10% starfi hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri til þess að sinna fangelsinu á Akureyri.