Ferill 446. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 740  —  446. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um aldurssamsetningu æðstu stjórnar ráðuneytisins og stofnana þess.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig er aldurssamsetning æðstu stjórnar ráðuneytisins, stofnana þess og fulltrúa í nefndum og ráðum sem heyra undir það?

    Aldurssamsetning æðstu stjórnar ráðuneytis, stofnana þess og fulltrúa í nefndum og ráðum er samkvæmt meðfylgjandi töflu. Miðað er við stöðu 31. desember 2015 og náði samantektin til alls 320 einstaklinga.
    Í töflunni kemur fram fjöldi einstaklinga undir fimm mismunandi aldursbilum auk heildarfjölda og meðalaldurs fyrir ráðuneyti, stofnanir og nefndir og ráð. Æðsta stjórn ráðuneytisins telur ráðherra, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra en æðsta stjórn stofnana telur forstöðumenn stofnana. Í samantektinni varðandi nefndir og ráð voru eingöngu teknir með aðalmenn og í þeim tilvikum þar sem sami einstaklingur er í mörgum nefndum og ráðum er viðkomandi talinn með í öllum nefndum og ráðum sem hann situr í.
    
Ráðuneyti Stofnanir Nefndir og ráð
Yngri en 30 ára 0 0 0
30–39 ára 0 0 27
40–49 ára 2 2 94
50–59 ára 3 3 95
60 ára og eldri 1 7 86
Fjöldi 6 12 302
Meðalaldur 52,2 ár 59,6 ár 52,8 ár