Ferill 464. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 747  —  464. mál.




Fyrirspurn


til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um rannsóknir í ferðaþjónustu.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hvaða rannsóknir eða úttektir hafa verið gerðar á sviði ferðaþjónustu hér á landi undanfarin tíu ár?
     2.      Er þörf á auknum rannsóknum á sviði ferðaþjónustu og hvað þyrfti þá helst að rannsaka?
     3.      Eru færri rannsóknir gerðar í þessari atvinnugrein en t.d. iðnaði, landbúnaði eða sjávarútvegi?
     4.      Er tilteknu stjórnvaldi eða öðrum aðila falið að veita stjórnvöldum faglega ráðgjöf um málefni ferðaþjónustunnar?


Skriflegt svar óskast.