Ferill 483. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 766  —  483. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hrefnuveiðar.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hversu margar hrefnur hafa alls verið veiddar á Faxaflóamiðum frá byrjun árs 2007 og hversu mörg dýr veiddust á ári hverju?
     2.      Hversu margar hrefnur hafa á sama tíma alls verið veiddar í Faxaflóa innan línu milli Garðskagavita og Arnarstapa á Snæfellsnesi og hversu mörg dýr veiddust á ári hverju?
     3.      Hversu hátt hlutfall hefur verið nýtt af þeim hrefnum sem veiddar voru á tímabilinu og hversu hátt var nýtingarhlutfallið á ári hverju?
     4.      Hvað hefur orðið um þá hluta hrefnanna sem ekki voru nýttir og hvernig og hvar hefur þeim verið fargað?
     5.      Hvaða fyrirtæki hafa stundað hrefnuveiðar á þessum sama tíma og hver hefur starfstími hvers þeirra um sig verið?
     6.      Hver hefur árleg arðsemi þessara fyrirtækja verið?
     7.      Hefur eitthvert þessara fyrirtækja orðið gjaldþrota? Ef svo er, hvaða fyrirtæki voru það og hvenær urðu þau gjaldþrota?


Skriflegt svar óskast.