Ferill 489. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 779  —  489. mál.
Fyrirspurntil heilbrigðisráðherra um fækkun fæðingarstaða og ungbarnaeftirlit í dreifbýli.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Hvert er viðhorf ráðherra til þess að fæðingarstöðum hefur fækkað á undanförnum árum samkvæmt skýrslum frá fæðingaskrá og fæðingum kvenna á leið á fæðingarstað fjölgað?
     2.      Telur ráðherra, í ljósi þess hversu margar konur hafa alið börn sín á leið á fæðingarstað undanfarið, að öryggi kvenna sem búa langt frá fæðingarstöðum sé nægilega tryggt?
     3.      Hver hefur kostnaður verið við flutning kvenna á fæðingarstað undanfarin fimm ár og hvernig skiptist hann eftir heilbrigðisumdæmum?
     4.      Hver er afstaða ráðherra til heimafæðinga og skipulags ljósmæðraþjónustu með tilliti til þeirra?
     5.      Hvernig er háttað ungbarnaeftirliti í dreifbýli og er því sinnt með sama hætti og sömu tíðni og í þéttbýli?


Skriflegt svar óskast.