Ferill 491. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 782  —  491. mál.
Fyrirspurntil forsætisráðherra um nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hvaða nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir hefur ráðherra skipað frá upphafi kjörtímabilsins, hvert var tilefni skipunar og hver eru meginviðfangsefni þeirra? Óskað er eftir að aðgreindar verði þær skipanir sem gerðar eru samkvæmt lögum og þær sem gerðar eru að frumkvæði ráðherra.
     2.      Hversu fjölmenn er hver nefnd, starfshópur og verkefnisstjórn?
     3.      Hversu marga einstaklinga hefur ráðherra skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins og hvert er hlutfall kvenna og karla í þeim?
     4.      Hversu margar þessara nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna hafa lokið störfum og hversu hátt er hlutfall þeirra af heildarfjölda nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna skipuðum af ráðherra?
     5.      Hversu hátt hlutfall einstaklinga, sem ráðherra hefur skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins, er búsett á höfuðborgarsvæðinu?
     6.      Hver hefur verið kostnaður við störf hverrar nefndar, starfshóps eða verkefnisstjórnar, hvernig sundurliðast hann og hver er heildarkostnaður vegna nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna sem ráðherra hefur skipað frá upphafi kjörtímabils?


Skriflegt svar óskast.