Ferill 442. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 794  —  442. mál.




Svar


iðnaðar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um
aldurssamsetningu stjórnenda stofnana ráðuneytisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig er aldurssamsetning stjórnenda stofnana atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem heyra undir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og fulltrúa í nefndum og ráðum sem heyra undir hann?

    Aldurssamsetning æðstu stjórnar stofnana og fulltrúa í nefndum og ráðum er samkvæmt meðfylgjandi töflu. Miðað er við stöðu 31. desember 2015 og náði samantektin til alls 233 einstaklinga.
Í töflunni kemur fram fjöldi einstaklinga á fimm mismunandi aldursbilum, auk heildarfjölda og meðalaldurs fyrir A-hluta stofnanir, nefndir og ráð sem heyra undir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Til æðstu stjórnar stofnana teljast forstöðumenn stofnana. Í samantektinni varðandi nefndir og ráð voru eingöngu teknir aðalmenn og í þeim tilvikum þar sem sami einstaklingur er í mörgum nefndum og ráðum er viðkomandi talinn með í öllum nefndum og ráðum sem hann situr í.

Stofnanir Nefndir og ráð
Yngri en 30 ára 0 7
30–39 ára 0 41
40–49 ára 4 82
50–59 ára 0 66
60 ára og eldri 2 37
Fjöldi 6 233
Meðalaldur 52 ár 49 ár