Ferill 505. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 804  —  505. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um framkvæmd heimsmarkmiða
Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hefur ráðherra gert áætlun um eftirfylgni heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru 25. september 2015 og tóku gildi 1. janúar síðastliðinn og ef svo er, hvar er þá áætlun að finna?
     2.      Með hvaða hætti verður gerð grein fyrir eftirfylgni við markmiðin af Íslands hálfu innan lands og á erlendum vettvangi?
     3.      Hefur verið tekin ákvörðun um hvar framangreind verkefni verða vistuð innan Stjórnarráðsins, þ.e. verði þau falin öðru eða öðrum ráðuneytum en forsætisráðuneytinu?