Ferill 514. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 817  —  514. mál.
Ráðherra.
Fyrirspurntil fjármála- og efnahagsráðherra um skerðingu örorkulífeyris.

Frá Páli Val Björnssyni.


     1.      Hvaða áhrif telur ráðherra að breytt framkvæmd Greiðslustofu lífeyrissjóða frá því í janúar 2015, þ.e. að barnalífeyrir almannatrygginga hafi áhrif til skerðingar á örorkulífeyri, hafi á lífeyrissjóðsgreiðslur til þeirra sem fá greiddan barnalífeyri á árunum 2015 og 2016? Hver eru áhrifin annars vegar á heildarörorkulífeyrisgreiðslur þeirra lífeyrissjóða sem Greiðslustofa lífeyrissjóða þjónustar og hins vegar á heildargreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins til örorkulífeyrisþega?
     2.      Hvaða áhrif hefur fyrrnefnd breytt framkvæmd á lífeyrissjóðstekjur örorkulífeyrisþega og hversu margir örorkulífeyrisþegar með börn á framfæri hafa þurft að þola skerðingu á lífeyrissjóðstekjum vegna hennar?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að hin breytta framkvæmd verði tafarlaust afturkölluð og leiðrétt afturvirkt þannig að örorkulífeyrisþegar sem breytingin hefur haft áhrif á fái bættar þær skerðingar sem þeir hafa þurft að þola?


Skriflegt svar óskast.