Ferill 524. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 829  —  524. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskeldi.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hyggst ráðherra standa að heildarendurskoðun á lögum um fiskeldi, sbr. nefndarálit á þskj. 1107 í 319. máli á 143. löggjafarþingi?
     2.      Er verið að vinna að nauðsynlegri innleiðingu reglna og tryggja eftirfylgni þeirra? Hefur nauðsynlegt fjármagn verið tryggt til undirbúningsins eða hvernig er fyrirhugað að það fjármagn verði tryggt?
     3.      Hyggst ráðherra stuðla að því að ímynd íslenskrar framleiðsluvöru á þessu sviði verði byggð upp, vernduð og auðguð?
     4.      Eru fyrirhugaðar takmarkanir á aðkomu erlendra fjárfesta að fiskeldi?
     5.      Hvað er gert til að koma í veg fyrir skaða þegar lax af norskum uppruna er alinn í sjókvíum við Ísland?
     6.      Hyggst ráðherra setja upp vefgátt líkt og gert var í Skotlandi þar sem almenningur og hagsmunaaðilar eiga greiðan aðgang að upplýsingum um umhverfisáhrif af völdum fiskeldis í sjókvíum?


Skriflegt svar óskast.