Ferill 527. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 832  —  527. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um íslenska námsmenn
sem fá fjárhagsaðstoð frá norrænum stofnunum.

Frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur.


    Hversu margir íslenskir námsmenn hafa fengið fjárhagsaðstoð á árunum 2005–2015 frá eftirtöldum norrænum stofnunum:
     a.      Centrala studiestödsnämnden (CSN) í Svíþjóð,
     b.      Statens Uddannelsesstøtte (SU) í Danmörku,
     c.      Lånekassen í Noregi,
     d.      Folkpensionsanstalten (FPA) í Finnlandi?


Skriflegt svar óskast.