Ferill 530. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 836  —  530. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um samninga um heilbrigðisþjónustu.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.


1.      Hve margir samningar um heilbrigðisþjónustu skv. 28. gr. laga um heilbrigðisþjónustu hafa verið gerðir frá 2007? Óskað er eftir upplýsingum um umfang og inntak samninga, samningsaðila og gildistíma samninga.
2.      Hefur farið fram rekstrarmat á gildandi samningum af hálfu Ríkisendurskoðunar eða ráðuneyta? Hverjar eru verklagsreglur varðandi samskipti ráðuneytis við aðila sem slíkir samningar hafa verið gerðir við?
3.      Hvernig er faglegu mati á samningum um heilbrigðisþjónustu háttað og hve oft fer slíkt mat fram? Hvernig er háttað skráningu heilbrigðisþjónustu sem veitt er samkvæmt samningum af þessu tagi?
4.      Hverjar hafa arðgreiðslur verið til einkaaðila sem eru með samning við ríkið um veitingu heilbrigðisþjónustu frá árinu 2007?


Skriflegt svar óskast.