Ferill 541. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 858  —  541. mál.
Fyrirspurntil fjármála- og efnahagsráðherra um ríkisjarðir.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hvað eru ríkisjarðir margar og hvernig skiptast þær eftir sýslum með tilliti til þess
                  a.      hversu margar þeirra eru setnar,
                  b.      hversu margar þeirra eru lausar til ábúðar,
                  c.      á hversu mörgum þeirra er búseta án búskapar?
     2.      Er vinnu við nákvæma skráningu jarða á forræði ráðuneytisins lokið? Ef ekki, hvenær er áætlað að henni ljúki?
     3.      Liggur fyrir áætlun um sölu eða útleigu ríkisjarða?


Skriflegt svar óskast.