Ferill 486. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 869  —  486. mál.
Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur um einbreiðar brýr.


     1.      Hversu margar einbreiðar brýr eru á þjóðvegi 1 og hvernig skiptist fjöldi þeirra eftir kjördæmum?

    Á hringveginum eru nú 39 einbreiðar brýr og er heildarlengd þeirra 3.796 m. Meðalaldur þessara brúa er um 50 ár. Fjöldi og heildarlengd skiptist eftir kjördæmum með eftirfarandi hætti:

Kjördæmi

Fjöldi brúa

Heildarlengd

Suðurkjördæmi 26 3.040 m
Norðausturkjördæmi 13 756 m
Samtals 39 3.796 m

    Vegna breytinga á rennsli jökulvatna og breytinga á veglínum mun heildarlengd þessara brúa breytast við endurbyggingu. Mestu munar að í stað 880 m langrar brúar yfir Skeiðará verður byggð 68 m löng brú yfir Morsá. Fjöldi brúa mun hugsanlega breytast vegna breytinga á veglínum, en hér er ekki tekið tillit til þess.

     2.      Hver er áætlaður kostnaður við að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegi 1, samtals og eftir kjördæmum?
    Áætlaður kostnaður við að útrýma einbreiðum brúm á hringvegi er um 13.200 millj. kr. og skiptist eftir kjördæmum með eftirfarandi hætti:

Kjördæmi

Millj. kr.

Suðurkjördæmi
9.400
Norðausturkjördæmi 3.800
Samtals 13.200

    Mjög víða er veglínu breytt við endurbyggingu brúa, ekki er tekið tillit til þess kostnaðar í þessum tölum heldur er eingöngu miðað við byggingarkostnað brúa. Kostnaður við nýja vegi að brúnum getur í sumum tilfellum verið umtalsverður.