Ferill 115. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 873  —  115. mál.

Síðari umræða.


Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um siðareglur fyrir alþingismenn.

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.


1.      Í stað 2. málsl. 4. gr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Forsætisnefnd getur falið ráðgefandi nefnd, sbr. 15. gr., að fjalla um einstök mál. Nefndin er forsætisnefnd og þingmönnum að öðru leyti til ráðgjafar um framkvæmd siðareglnanna, sbr. 16. og 17. gr.
2.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðsins „ráðvendni“ í a-lið 1. mgr. komi: heilindum.
                  b.      Orðin „án þess að vera bundnir af fyrirmælum sem kunna að vera í andstöðu við siðareglur þessar“ í b-lið 1. mgr. falli brott.
                  c.      Á undan orðunum „leysa úr árekstrum“ í f-lið 1. mgr. komi: leggja sig fram um að.
                  d.      Í stað 1. og 2. málsl. 2. mgr. komi einn nýr málsliður, svohljóðandi: Við upphaf þingsetu sinnar skulu alþingismenn afhenda forseta Alþingis undirritaða yfirlýsingu um að þeir hafi kynnt sér siðareglur þessar.
3.      7. gr. orðist svo:
                      Þingmenn skulu í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu.
4.      Í stað 1. og 2. málsl. 8. gr. komi einn nýr málsliður, svohljóðandi: Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar.
5.      9. gr. orðist svo:
                      Þingmenn skulu, þar sem við á, vekja athygli á persónulegum hagsmunum sínum sem máli skipta við meðferð þingmála.
6.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðanna „frumvarpi eða þingsályktunartillögu“ í 1. málsl. komi: þingmáli.
                  b.      2. málsl. orðist svo: Þingmenn skulu forðast hagsmunaárekstra í starfi sínu og ekki taka við óviðeigandi greiðslu eða gjöf.
7.      Í stað orðanna „eða þannig“ í 11. gr. komi: þannig.
8.      Við 12. gr.
                  a.      Í stað orðsins „nýta“ komi: nýta sér.
                  b.      Orðin „í eigin þágu“ falli brott.
                  c.      Við bætist: til persónulegs ávinnings.
9.      Við 13. gr.
                  a.      Orðin „allar“, „gistingu“, „máltíðir“ og „að andvirði 50 þús. kr. eða meira“ falli brott.
                  b.      Við bætist: sbr. ákvæði reglna um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings.
10.      Við 15. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Forsætisnefnd Alþingis skipar þriggja manna ráðgefandi nefnd til fimm ára í senn sem tekur til meðferðar erindi sem forsætisnefnd beinir til hennar um meint brot á siðareglum þessum.
                  b.      Í stað „6. gr.“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: 5. gr.
11.      Við 16. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                      Einstaklingum og lögaðilum er heimilt að leggja fram í eigin nafni skrifleg og rökstudd erindi um meint brot á siðareglum þessum. Beina skal erindum til forsætisnefndar.
                  b.      Í stað orðsins „siðareglunefnd“ í 2., 3. og 5. mgr. komi: forsætisnefnd.
                  c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Einstakir þingmenn geta enn fremur, samkvæmt siðareglum þessum, leitað álits forsætisnefndar á hátterni sínu.
12.      Við 17. gr.
                  a.      Í stað orðsins „siðareglunefnd“ í 1. og 3. mgr. komi: forsætisnefnd.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                      Hafi forsætisnefnd tekið mál til nánari athugunar og fram hafa komið fullnægjandi skýringar eða leiðrétting og brot telst minni háttar lýkur hún málinu með tilkynningu til þingmanns.
                  c.      4. mgr. falli brott.
13.      Við 18. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                      Forsætisnefnd tilkynnir þingmanni um niðurstöðu sína skv. 2. eða 3. mgr. 17. gr. og ákveður um leið, ef ástæða þykir til og hún er einhuga um það, hvort birta skuli álit hennar á vef Alþingis.
                  b.      Í stað orðsins „siðareglunefndar“ í 2. og 3. mgr. komi: nefndarinnar.
                  c.      4. mgr. orðist svo:
                      Forsætisnefnd tekur saman árlega skýrslu um störf sín samkvæmt reglum þessum á liðnu ári.
14.      19. gr. orðist svo:
                      Forsætisnefnd setur nánari reglur um málsmeðferð samkvæmt reglum þessum.