Ferill 438. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 901 — 438. mál.
Svar
fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni
um aldurssamsetningu æðstu stjórnar ráðuneytisins og stofnana þess.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hvernig er aldurssamsetning æðstu stjórnar ráðuneytisins, stofnana þess og fulltrúa í nefndum og ráðum sem heyra undir það?
Aldurssamsetning æðstu stjórnar ráðuneytis, stofnana þess og fulltrúa í nefndum og ráðum er samkvæmt meðfylgjandi töflu. Æðsta stjórn ráðuneytisins telur ráðherra, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra en æðsta stjórn stofnana telur forstöðumenn stofnana. Miðað er við aldur sem viðkomandi einstaklingar ná á árinu 2016.
Aldursbil | Æðsta stjórn ráðuneytis | Forstöðumenn stofnana | Nefndarmenn |
Yngri en 30 ára | 4 | ||
30–39 ára | 1 | 43 | |
40–49 ára | 2 | 4 | 73 |
50–59 ára | 3 | 3 | 57 |
60 ára og eldri | 3 | 3 | 47 |
Meðalaldur | 53,5 ár | 55,1 ár | 48,4 ár |