Ferill 562. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 907  —  562. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um sjúkraflug.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hver hefur fjöldi sjúkrafluga og kostnaður við þau verið frá árinu 2008? Svar óskast sundurliðað eftir árum, búsetu sjúklinga og til hvaða sveitarfélags var flogið.
     2.      Hvaða læknisfræðilegar ástæður hafa legið að baki flutningi með sjúkraflugi frá árinu 2008? Svar óskast sundurliðað á sama hátt og í fyrri lið.
     3.      Hvar eru sjúkraflugvélar staðsettar, hver er viðbragðstími þeirra og hve langur tími líður frá því að óskað er eftir flugi og þar til sjúklingur er kominn á áfangastað? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.
     4.      Hefur farið fram mat á kostnaði við sjúkraflug til Reykjavíkur samanborið við aukna þjónustu í byggð og ef svo er, hvernig lítur sá samanburður út?


Skriflegt svar óskast.