Ferill 566. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 916  —  566. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um eftirlit með starfsemi hjúkrunarheimila.

Frá Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur.


     1.      Hvernig er eftirliti með þjónustu hjúkrunarheimila háttað?
     2.      Hvaða verkferlar eru viðhafðir við gæðaeftirlit og inngrip eftirlitsaðila þegar grunur vaknar eða vísbendingar koma fram um vanrækslu eða illa meðferð á öldruðum?
     3.      Eru dæmi þess á undanförnum tíu árum að úttekt á starfsemi hjúkrunarheimila hafi leitt til aðgerða af hálfu hins opinbera, t.d landlæknisembættisins eða ráðuneytisins?