Ferill 571. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 931  —  571. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um nýliðun í landbúnaði.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


     1.      Hver er skilgreiningin á nýliðun í landbúnaði?
     2.      Hver er meðalaldur bænda á Íslandi?
     3.      Hver er stefna stjórnvalda um nýliðun í landbúnaði og hvernig hefur ráðherra beitt sér í þeim efnum?
     4.      Hversu margir aðilar hafa hafið búskap, tekið yfir búskap eða hafið innlögn afurða:
        a) síðustu 5 ár, b) síðustu 10 ár?
     5.      Leggja einhverjar stofnanir, samtök eða félög nýliðun í landbúnaði lið og, ef svo er, með hvaða hætti?


Skriflegt svar óskast.