Ferill 572. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 932  —  572. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um metanframleiðslu.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


     1.      Hversu mörg fyrirtæki starfa að framleiðslu metans hér á landi?
     2.      Hversu margir einstaklingar starfa við metanframleiðslu hér á landi? Hversu margir þeirra búa á lögbýlum?
     3.      Hvaða lög gilda um framleiðslu metans á lögbýlum?
     4.      Hvaða gjöld innheimtir ríkið af metanframleiðslu á lögbýlum?
     5.      Hefur verið mótuð stefna um aukna framleiðslu metans hér á landi og ef svo er, hverjir eru möguleikar lögbýla samkvæmt henni?