Ferill 574. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 934  —  574. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs.

Frá Valgerði Bjarnadóttur.


     1.      Hafa eftirfarandi markmið aðgerðaáætlunar Vísinda- og tækniráðs 2014–2016 náðst? Ef svo er ekki, hver er árangurinn miðað við fjárlög eða þjóðhagsspá fyrir árið 2016, eftir því sem við á, varðandi:
                  a.      auknar fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), þannig að árið 2016 nái þær 3,0% af henni,
                  b.      fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo að hún verði a.m.k. sambærileg við meðaltal aðildarríkja OECD árið 2016,
                  c.      hækkun hlutfalls samkeppnisfjár í fjármögnun háskóla og rannsóknarstofnana, þannig að það nái um þriðjungi af heildarfjármögnun árið 2016?
     2.      Hver er staða aðgerða til að eftirfarandi markmið náist:
                  a.      að skapa gegnsætt fjárhagslegt umhverfi fyrir háskóla og rannsóknarstofnanir svo að ljóst sé að fjárveitingar tengist árangri og gæðum,
                  b.      að tryggja að reglur íslenskra samkeppnissjóða um samrekstrarkostnað og mótframlög taki mið af þróun á alþjóðavettvangi, svo sem í Horizon 2020,
                  c.      að nýta skattkerfið markvisst til að hvetja til fjárframlaga fyrirtækja og einstaklinga til vísinda og nýsköpunar?


Skriflegt svar óskast.