Ferill 592. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 966  —  592. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku og biðtíma
eftir aðgerðum í heilbrigðiskerfinu.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hversu hátt hlutfall af heildarkostnaði við rekstur heilbrigðiskerfisins greiddu notendur heilbrigðisþjónustu árin 2013, 2014 og 2015 og hversu hátt var hlutfallið af vergri landsframleiðslu?
     2.      Hver voru sambærileg hlutföll annars staðar á Norðurlöndum og í ríkjum Evrópusambandsins umrædd ár og hversu hátt hlutfall af vergri landsframleiðslu í þessum löndum rann til heilbrigðismála?
     3.      Hvaða þættir vega þyngst af því sem almenningur greiðir fyrir í heilbrigðiskerfinu og hvernig er skiptingin á milli þeirra fimm þátta sem mest er greitt fyrir?
     4.      Hver er stefna stjórnvalda varðandi greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu? Er stefnt að því að hún standi í stað, dragist saman eða aukist? Ef áform eru um að breyta hlutdeild almennings í heilbrigðiskostnaði, hvernig er þá fyrirhugað að gera það?
     5.      Hversu langur var meðalbiðtími eftir tíu algengustu aðgerðunum sem gerðar voru á íslenskum sjúkrahúsum árin 2013–2015 og hve löng var bið þeirra sem biðu lengst?


Skriflegt svar óskast.