Ferill 593. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 967  —  593. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um áhrif búvörusamninga 2016.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hver er áætlaður heildarkostnaður ríkissjóðs vegna búvörusamninga 2016 á gildistíma samninganna sundurliðaður fyrir hvert ár?
     2.      Hversu hátt hlutfall útgjalda ríkissjóðs vegna búvörusamninga 2016 rennur til hefðbundinna búgreina, þ.e. til framleiðenda mjólkur, nautakjöts og sauðfjárafurða, og hver eru útgjöldin sundurliðuð eftir búgreinum?
     3.      Hversu hátt hlutfall af útgjöldum ríkisins vegna búvörusamninga 2016 rennur ár hvert á gildistíma samninganna til:
                  a.      lífræns landbúnaðar,
                  b.      milliliða, þ.e. dreifingar- og söluaðila,
                  c.      framleiðslustöðva landbúnaðarins?
     4.      Hversu hátt hlutfall útgjalda ríkisins vegna búvörusamninga 2016 rennur beint til bænda og hvernig er skipting fjárins eftir búgreinum? Upphæðir og hlutföll óskast sundurliðuð á hvert ár á gildistíma samningsins og skipt niður á fimm tekjuflokka bænda.
     5.      Hver eru bein áhrif búvörusamninga 2016 á neytendaverð landbúnaðarvara og hvernig er líklegt að verðbreytingar yrðu ef framlög ríkisins til landbúnaðar yrðu afnumin? Dæmi óskast um a.m.k. fimm algengar landbúnaðarvörur.
     6.      Er stefna ráðherra að auka, draga úr eða halda útgjöldum ríkisins óbreyttum vegna framleiðslu landbúnaðarafurða til lengri tíma litið?
     7.      Hver var kostnaður ríkissjóða norrænu ríkjanna af búvörusamningum eða hliðstæðum aðgerðum sem hlutfall af ríkisútgjöldum annars vegar og hins vegar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu? Svar óskast miðað við árið 2015 eða það ár sem síðast er unnt að hafa til samanburðar.
     8.      Hversu hátt hlutfall af heildarveltu landbúnaðarins voru greiðslur ríkissjóðs vegna búvörusamninga árið 2015?
     9.      Hvaða áhrif hafa ákvæði 13. gr. samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar, sem varða breytingu á tollalögum, á verðlag til neytenda og hvaða neytendavörur snerta ákvæðin?
     10.      Hvers vegna voru framleiðendur svína- og kjúklingakjöts settir hjá við gerð búvörusamninga og hvernig telur ráðherra að best sé að haga málum, þar á meðal tollamálum, þannig að þessar búgreinar eigi framtíð fyrir sér?
     11.      Hvaða rök liggja að baki áformum um að hverfa frá framleiðslustýringu, hvernig verður brugðist við offramleiðslu á búvörum sem af því getur stafað og verða gerðar einhverjar ráðstafanir gegn því að fjármunum sem renna til íslenskra bænda samkvæmt búvörusamningum verði varið til að niðurgreiða neysluvörur fyrir erlenda neytendur?


Skriflegt svar óskast.