Ferill 601. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 980  —  601. mál.




Fyrirspurn


til félags- og húsnæðismálaráðherra um vasapeninga og hjúkrunarheimili.

Frá Unni Brá Konráðsdóttur.


     1.      Hver er staðan á tilraunaverkefni um afnám vasapeningakerfis á hjúkrunarheimilum sem ráðherra boðaði á fundi Landssambands eldri borgara 5. maí 2015?
     2.      Hvaða hjúkrunarheimili tóku þátt í verkefninu?
     3.      Hefur árangur verkefnisins verið metinn?
     4.      Liggja fyrir tillögur um að taka upp breytt fyrirkomulag þar sem einstaklingar greiða milliliðalaust fyrir alla þjónustu sem þeir fá á hjúkrunarheimilum, að undanskilinni heilbrigðisþjónustu og annarri umönnun?


Skriflegt svar óskast.