Ferill 355. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 995  —  355. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur
um laun lögreglumanna.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hafa laun lögreglumanna þróast síðan verkfallsréttur þeirra var afnuminn árið 1986? Óskað er eftir yfirliti um árleg meðallaun lögreglumanna og meðallaun í BSRB með verðlagi uppfærðu til nóvember 2014.

    Svarið er unnið bæði upp úr núverandi launakerfi ríkisins sem innleitt var árið 2005 og eldri launakerfum. Þar sem breytingar eru á því hvaða stéttarfélög eru innan BSRB á umræddu tímabili voru meðallaun fyrir SFR notuð í staðinn til að enduspegla launaþróun BSRB. SFR er fjölmennasta stéttarfélagið innan BSRB og inniheldur fjölbreytt svið starfa. Neysluverðsvísitala Hagstofu Íslands er notuð til að uppfæra verðalag til nóvember 2014. Tekin voru meðallaun í ágúst ár hvert til að fá árleg meðallaun. Hér á eftir má finna línurit og töflu yfir þróun meðallauna lögreglumanna og SFR-starfsmanna frá árinu 1986.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.