Ferill 370. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1000  —  370. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög,
nr. 66/2003, með síðari breytingum (réttarstaða búseturéttarhafa,
rekstur húsnæðissamvinnufélaga).

Frá velferðarnefnd.


     1.      A-liður 2. gr. orðist svo: Við 2. tölul. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hann stofnast við greiðslu búseturéttargjalds og gerð búsetusamnings og honum er viðhaldið með greiðslu búsetugjalds.
     2.      3. gr. orðist svo:
                  3. gr. laganna fellur brott.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      2. tölul. orðist svo: Tilgang félagsins.
                  b.      3. tölul. falli brott.
                  c.      Við 22. tölul. bætist: og eftir atvikum að öðru leyti á samningstíma.
                  d.      Orðið „viðhald“ í 23. tölul. falli brott.
                  e.      Á eftir orðinu „félagsins“ í 29. tölul. komi: til húsnæðismála í þágu almennings á starfssvæði þess eða til viðurkenndra líknar- eða góðgerðarmála.
     4.      B-liður 5. gr. orðist svo: D-liður orðast svo: Með lánum sem tekin eru hjá fjármálafyrirtækjum og öðrum lánastofnunum, styrkjum og framlögum frá samstarfsaðilum.
     5.      Við 6. gr.
                  a.      1. og 2. efnismgr. orðist svo:
                       Stjórn húsnæðissamvinnufélags verður að hámarki kjörin til fjögurra ára í senn.
                       Heimilt er að ákveða í samþykktum húsnæðissamvinnufélags að aðrir en félagsmenn séu kjörgengir í stjórn þess.
                  b.      3. efnismgr. falli brott.
                  c.      N-liður 4. efnismgr. orðist svo: Semja ársreikning ásamt framkvæmdastjóra, sem og skýrslu stjórnar, sbr. 28. gr. a, fyrir hvert reikningsár.
                  d.      5. efnismgr. orðist svo:
                       Gerðabók af fundum stjórnar skal aðgengileg félagsmönnum óski þeir eftir því.
                  e.      6.–8. og 10. efnismgr. falli brott.
     6.      Á eftir orðinu „félags“ í síðari málslið 1. efnismgr. 7. gr. komi: eða félagasamstæðu.
     7.      Í stað orðanna „getur hann færst“ í 4. efnismgr. 8. gr. komi: færist hann.
     8.      9. gr. orðist svo:
                  8. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Kaup á búseturétti.


                  Félagsmenn einir geta keypt búseturétt, eftir nánari fyrirmælum í samþykktum húsnæðissamvinnufélags.
     9.      Við 10. gr.
                  a.      Fyrri málsliður 2. efnismgr. falli brott.
                  b.      Á eftir orðinu „setja“ í síðari málslið 2. efnismgr. komi: í samþykktum sínum.
                  c.      3. efnismgr. orðist svo:
                       Félagsmaður ber ekki ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins umfram greiðslu búseturéttargjalds.
     10.      Efnismálsgrein d-liðar 12. gr. orðist svo:
                  Efni samþykkta húsnæðissamvinnufélagsins og reglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra, efni síðasta ársreiknings félagsins og almenn staða félagsins skal kynnt búseturéttarhafa við gerð búsetusamnings ásamt réttindum hans og skyldum, þar á meðal eðli búseturéttargjaldsins og grundvelli búsetugjalds.
     11.      Við 14. gr.
                  a.      2. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Búsetuíbúð skal við afhendingu fylgja það fylgifé sem var fyrir hendi þegar kaupandi búseturéttar skoðaði íbúðina sé ekki um annað samið í búsetusamningi.
                  b.      Í stað orðanna „hæfilegs frests“ í 2. efnismgr. komi: fjögurra vikna.
                  c.      Við 2. efnismgr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Að öðrum kosti telst búseturéttarhafi una húsnæðinu. Búseturéttarhafi skal gera húsnæðissamvinnufélagi skriflega grein fyrir göllum, sem síðar koma fram á búsetuíbúð og voru ekki sýnilegir við venjulega athugun, innan 14 daga frá því að hann verður þeirra var.
                  d.      Á eftir 2. efnismgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Hefjist húsnæðissamvinnufélag ekki handa við að bæta úr annmörkum á búsetuíbúð innan fjögurra vikna frá því að því barst skrifleg tilkynning skv. 2. mgr. er búseturéttarhafa heimilt að ráða bót á þeim og draga frá búsetugjaldi þann kostnað sem af hlýst, enda hafi farið fram úttekt á búsetuíbúðinni og álits verið leitað hjá úttektaraðilanum á nauðsyn viðgerðarinnar og áætluðum kostnaði sem henni fylgir.
     12.      Við 15. gr.
                  a.      3. efnismgr. orðist svo:
                       Húsnæðissamvinnufélagi er heimilt að óska eftir úttekt á ástandi búsetuíbúðar í öðrum tilvikum en kveðið er á um í 1. mgr. eftir því sem kveðið er á um í samþykktum þess.
                  b.      5. efnismgr. orðist svo:
                       Aðilar skulu leitast við að koma sér saman um úttektaraðila. Takist það ekki getur sá sem óskar úttektar fengið úttektaraðila dómkvaddan.
                  c.      Orðin „skv. 1.–3. mgr.“ í 1. málsl. 6. efnismgr. falli brott.
                  d.      Á eftir orðinu „fram“ í 7. efnismgr. komi: fyrir afhendingu skv. 13. gr.
     13.      Við 16. gr.
                  a.      Í stað orðanna „því fylgifé sem tilgreint er í búsetusamningi, sbr. 11. gr.“ í 1. málsl. 3. mgr. a-liðar komi: fylgifé hennar.
                  b.      2. málsl. 5. mgr. a-liðar falli brott.
                  c.      Síðari málsliður 6. mgr. a-liðar falli brott.
                  d.      B-liður orðist svo: Við 2. málsl. 4. mgr. bætist: enda hafi farið fram úttekt á búsetuíbúðinni og álits verið leitað hjá úttektaraðilanum á nauðsyn viðgerðarinnar og áætluðum kostnaði sem henni fylgir.
                  e.      Á eftir b-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðanna „einn mánuð“ í 3. málsl. 4. mgr. kemur: fjórar vikur.
                  f.      Við c-lið bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einnig má mæla fyrir um aðra skiptingu á viðhaldi í samþykktum húsnæðissamvinnufélags.
     14.      1. málsl. 1. mgr. c-liðar 19. gr. orðist svo: Um erfðir búseturéttar og setu í óskiptu búi fer samkvæmt erfðalögum.
     15.      Við 20. gr.
                  a.      12. efnismgr. orðist svo:
                       Búseturéttur fellur niður við nauðungarsölu búsetuíbúðar þegar boð í hana telst samþykkt og skal það tekið fram í afsali fyrir eigninni. Falli búseturéttur niður skv. 1. málsl. skal húsnæðissamvinnufélag greiða búseturéttarhafa bætur að álitum fyrir búseturéttinn að tólf mánuðum liðnum. Við ákvörðun bótanna skal hafa hliðsjón af andvirði búseturéttar í sambærilegri búsetuíbúð húsnæðissamvinnufélagsins á þeim tíma sem bætur skulu greiddar.
                  b.      Á eftir 12. efnismgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Búseturéttur fellur niður við uppkvaðningu úrskurðar héraðsdómara um töku bús húsnæðissamvinnufélags til gjaldþrotaskipta.
                  c.      Í stað orðanna „hæfilegrar húsaleigu“ í fyrri málslið 14. efnismgr. komi: þess sem búseturéttarhafi hefði greitt mánaðarlega í búsetugjald samkvæmt búsetusamningi um íbúðina.
                  d.      Í stað orðsins „búsetuíbúð“ í síðari málslið 14. efnismgr. komi: íbúðinni.
                  e.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Við uppkvaðningu úrskurðar héraðsdómara um töku bús húsnæðissamvinnufélags til gjaldþrotaskipta skal búseturéttarhafi njóta réttar til að halda notum af búsetuíbúð, sem hann hefur til eigin nota, í tiltekinn tíma, allt að tólf mánuði frá uppkvaðningu úrskurðarins, gegn greiðslu til eiganda íbúðarinnar sem svarar að mati sýslumanns til þess sem búseturéttarhafi hefði greitt mánaðarlega í búsetugjald samkvæmt búsetusamningi um íbúðina. Sýslumanni er heimilt að áskilja að búseturéttarhafi setji tryggingu fyrir spjöllum sem kunna að verða á íbúðinni.
     16.      Fyrri málsliður efnismálsgreinar 23. gr. orðist svo: Í húsi þar sem eingöngu eru íbúðir í eigu húsnæðissamvinnufélags ákveður stjórn búsetufélags hvernig viðhaldi á innra byrði sameignar, bílastæðum og lóð skuli háttað.
     17.      Við 25. gr.
                  a.      A-liður (28. gr. a) orðist svo, ásamt fyrirsögn:

Ársreikningur og skýrsla stjórnar.


                       Um ársreikning húsnæðissamvinnufélags og skýrslu stjórnar gilda lög um ársreikninga.
                  b.      B-liður (28. gr. b) falli brott.
                  c.      Á eftir fyrri málslið 4. mgr. d-liðar (28. gr. d) komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Standi eftir eignir þegar félagið hefur að fullu gert upp skuldbindingar sínar skal ráðstafa eftirstöðvunum til búseturéttarhafa í hlutfalli við greitt búseturéttargjald, uppfært samkvæmt vísitölu neysluverðs til greiðsludags. Dugi eignir til að greiða búseturéttarhöfum þá fjárhæð að fullu skal eftirstöðvum ráðstafað til húsnæðismála í þágu almennings á starfssvæði húsnæðissamvinnufélagsins eða til viðurkenndra líknar- eða góðgerðarmála eins og kveðið er á um í samþykktum þess.