Ferill 610. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1005  —  610. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um öryggisúttekt á vegakerfinu.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hefur verið gerð EuroRAP-öryggisúttekt á vegakerfinu undanfarin fimm ár á landsvísu og eftir landshlutum þar sem banaslys og önnur alvarleg slys eru skoðuð miðað við fjölda slysa og ekna kílómetra á tilgreindum vegarköflum?
     2.      Hvernig er röðun áhættumestu vegarkaflanna miðað við ekna kílómetra?
     3.      Á hvaða vegarköflum verða flest slys?


Skriflegt svar óskast.