Ferill 612. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1010  —  612. mál.
Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um stöðu nethlutleysis hjá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum.

Frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur.


    Hefur verið gerð úttekt á stöðu og framkvæmd nethlutleysis meðal íslenskra fjarskiptafyrirtækja? Ef svo er, til hvaða þátta var litið við úttektina og hverjar voru meginniðurstöður hennar með tilliti til hvers þáttar fyrir sig? Ef svo er ekki, stendur til að slík úttekt verði gerð vegna mögulegrar innleiðingar á reglugerð (ESB) nr. 2015/2120 (Telecom Single Market)?


Skriflegt svar óskast.