Ferill 623. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1037  —  623. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fjármagnsflutninga
og skattgreiðslur álfyrirtækja.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.


     1.      Hve mikið fé hafa álfyrirtækin sem starfrækt eru á Íslandi flutt úr landi eftir að gjaldeyrishöft voru sett, sundurliðað eftir árum og fyrirtækjum?
     2.      Hve stórum hluta af heildarútflæði gjaldeyris nam hluti álfyrirtækjanna hvert ár 2009– 2015?
     3.      Hve mikið fé greiddi á sama tíma hvert og eitt álfyrirtækjanna árlega í vexti til erlendra lánveitenda annars vegar og hins vegar í afborgarnir af lánum erlendra lánveitenda?
     4.      Hverjar voru arðgreiðslur álfyrirtækjanna á árunum 2009–2015?
     5.      Hve mikil opinber gjöld greiddu álfyrirtækin hérlendis sömu ár? Óskað er eftir sundurliðun fyrir hvert og eitt fyrirtæki og að fjárhæðirnar séu bæði tilgreindar á verðlagi hvers árs og uppreiknaðar miðað við vísitölu í mars 2016.


Skriflegt svar óskast.